Leikurinn fyrir alla!

Velkomin á blogg Jafnrétti-sport.com! Kíktu með okkur inn í heim jafnréttis í íþróttum – með léttu skopskyni og fullt af fróðleik. Hér hefst ferðalagið okkar. Markmið okkar er að miðla upplýsingum um jafnrétti í íþróttum til barna og ungmenna, íþróttafólks, þjálfara og foreldra á skýran og aðgengilegan hátt. Okkur þykir vænt um að þú sért hluti af þessari vegferð með okkur.

Jafnrétti í íþróttum: Launamunur

Hvað segir það um íþróttaheiminn þegar verðlaunafé, styrkir og samningar ráðast meira af kyni en árangri?
Launamismunun í íþróttum er dýpra vandamál en margir gera sér grein fyrir.

Staðalímyndir

Algengustu staðalímyndirnar í íþróttum eru bundnar við kyn, en þær geta einnig tengst líkamsbyggingu, þjóðerni eða menningarlegum bakgrunni. Til þess að minnka þessar staðalímyndir þarf meiri umræðu um þær í samfélaginu og aukna fræðslu um þær. Þegar fjölbreytileiki í íþróttum er sýnilegur verður minni þrýstingur á fólki til þess að passa inn í kassann, og verða því íþróttir meira fyrir alla. 

Búningar og útlit

Búningar hafa mjög stórt hlutverk í íþróttum. Flestir búningar eru hannaðir til þess að styðja við frammistöðu fólks, eins og t.d. að auðvelda þeim hreyfingu eða búa til samræmda ímynd liða. En búningar hafa oft verið umdeildir þegar kemur að útliti þeirra og hvernig þeir hafa áhrif á staðalímyndir. Ungt fólk getur fundið fyrir pressu að líta út á ákveðinn hátt, sem getur haft áhrif á sjálfsöryggi þeirra. Hönnun búninga sem tekur tillit til mismunandi útlits fólks getur hjálpað með þetta vandamál.

Create Your Own Website With Webador