Okkar markmið
Aðal markmið okkar er að fræða fólk um jafnréttismál í íþróttaheiminum, til þess að stuðla að breytingum innan hans.

Að ná til yngri iðkenda
Með því að fræða yngri iðkendur um virðingu, öryggi og jafnrétti í íþróttum getur það minnkað líkurnar á ójafnrétti þegar þau verða eldri. Það er mjög mikilvægt að fræða fólk þegar það er á yngri árum svo að þau byggji upp jákvætt samband við íþróttir og kunni að meta bæði hamingjuna og áskoranirnar sem fylgja þeim. Með réttum stuðningi þroskast þau sem íþróttafólk og læra hvernig þessi heimur virkar og á að vera.

Samvinna með foreldrum og þjálfurum
Sterk samvinna á milli foreldra og þjálfara þeirra sem æfa íþróttir getur byggt upp traust og getur leitt til þess að iðkendum líði vel þegar þau eru að æfa. Það er mjög mikilvægt að börn fái að njóta sín í þessu umhverfi en þjálfarar og foreldrar geta haft mikil áhrif á það. Við viljum styðja við foreldra og þjálfara til þess að skapa jákvæða menningu innan íþrótta. Bloggið okkar snýst ekki bara um að fræða íþróttafólk, heldur einnig fólkið í kringum þau, því þetta fólk er það sem hefur mest áhrif á þau sem æfa íþróttir.

Að búa til réttlátari framtíð
Framtíð íþrótta á að vera sanngjörn, réttlát og eiga allir að hafa aðgang að þeim. Það þarf að byggja upp menningu og viðhorf sem styður fjölbreytileika. Við erum nú þegar komin mjög langt í þróun íþrótta í að vera fyrir alla en það er alltaf hægt að gera meira. Íþróttaheimurinn á að hafa jöfn tækifæri fyrir alla óháð kyni, bakgrunni, menningu eða líkamlegri getu. Saman getum við unnið að því að ná þessu markmiði.
"All sports must be treated on the basis of equality."
Pierre De Coubertin
Create Your Own Website With Webador