Búningar og útlit í íþróttum

Það eru mörg hlutverk sem búningar gegna í íþróttum, en þeir geta haft áhrif á frammistöðu, þægindi og sjálfsmynd þeirra sem klæðast þeim. Útlit og hönnun búninga getur bæði stutt við eða hamlað fólk, sérstaklega ef að búningarnir eru hannaðir eftir staðalímyndum um líkamsgerð eða kyn fólks. Íþróttabúningar eru hannaði þannig að það er auðvelt að hreyfa sig og anda, eru teygjanlegir og sumir vernda mann (Halász et al., 2022). Hönnun búninga snýst þó ekki alltaf aðeins um virkni þeirra, sumir hafa áhrif á hvernig fólk lítur á líkama sinn eða hvernig sjálfsmynd þeirra er. 

Margar rannsóknir hafa verið gerðar út frá þessu umræðuefni en úr einni sem var gerð um líkamsmynd kvenna kom fram að þeim fannst sumir líkamspartar þeirra stundum of áberandi í þeim búningum sem þær eiga að klæðast. Rannsóknir benda einnig til þess að það skipti máli að búningar henti líkamsgerð fólks, þ.e.a.s ef hann er of þröngur, of stuttur eða ef sniðið fer einstaklingnum ekki getur það haft áhrif, aukið sjálfsvitund og fólk getur orðið óöruggt (Kim & Kim, 2020). 

Reglur um hönnun búninga fara oft eftir kyni, en fyrir konur eru búningarnir oft þrengi og sýna meira líkamsbyggingu þeirra, jafnvel þótt að það hafi engin áhrif á frammistöðu þeirra. Þetta getur leitt til þess að þær verða óöruggari með líkama sinn. Rannsóknir hafa sýnt að búningahönnun getur haft áhrif á sjálfsmynd og getur aukið kvíða oftast vegna líkamsmyndar. Umræður í samfélaginu hafa líka sýnt það að kröfur um búninga geta leitt til þess að kvennmenn og sérstaklega þær yngri hætta að æfa íþróttir (Massey University, 2023).

Því má segja að það sé mikilvægt að hönnun búninga sé þannig að þeir séu sveigjanlegir, taki tillit til mismunandi líkamsgerða og að einstaklingum líði vel í þeim. En á sama tíma þarf hönnunin að vera þannig að þau hindri ekki einstaklinga á að framkvæma þá íþrótt sem þau eru í. Niðurstaðan ætti því að vera að hönnunin þurfi að taka tillit til bæði virkni og þæginda. 

"Wear your jersey with pride, and know you are playing for something bigger than yourself."

Dr. Julie Amato

"Sport appeal, not sex appeal"

(Le Monde, 2024)

"Sports with an artistic dimension, on which part of the scoring is based, are characterized by a long-standing desire to differentiate women's bodies and maintain an ideal of traditional femininity,"

Sandrine Jamain-Samson (Le Monde, 2024)

Halász, M., Geršak, J., Bakonyi, P., Oroszlány, G., Koleszár, A., & Nagyné Szabó, O. (2022). Study on the compression effect of clothing on the physiological response of the athlete. Materials, 15(1), 169. https://doi.org/10.3390/ma15010169 

Kim, J., & Kim, M. (2020). Collegiate female athletes’ body image and clothing behaviors. Fashion and Textiles, 7(1). https://fashionandtextiles.springeropen.com/articles/10.1186/s40691-020-0207-z

Le Monde. (2024, August 6). Paris Olympics: The gender-specific rules that regulate athletes' uniforms. Le Monde (Les Décodeurs). https://www.lemonde.fr/en/les-decodeurs/article/2024/08/06/paris-olympics-the-gender-specific-rules-that-regulate-athletes-s-uniforms_6710128_8.html

Massey University. (2023). The impact of uniform design on female athlete confidence. https://www.massey.ac.nz/about/news/the-impact-of-uniform-design-on-female-athlete-confidence/