Um Jafnretti-sport.com

Við erum tvær konur sem hafa sjálfar verið í íþróttum, og trúum því að íþróttir eigi að vera fyrir alla sama hvaða kyn þú ert, hver bakgrunnur þinn er, hver líkamlega getan þín er eða hver almenn staða þín er. Við trúum því að með aukinni fræðslu, rannsóknum og umræðu er hægt að gera íþróttaheiminn opnari, aðgengilegri og réttlátari fyrir alla sem vilja vera partur af honum.

Hvað gerir okkur öðruvísi?

Við viljum helst leggja áherslu á mannlegu hliðina á jafnrétti fyrir alla í íþróttum. Við skoðum rannsóknir og skoðum sögur frá öðru fólki sem hefur reynsluna af þessu. Við trúum því að með skilningi koma breytingar, því viljum við fræða fólk betur um þetta málefni.

Markmiðin okkar

Helstu markmið okkar eru að fræða fólk um jafnréttismál í íþróttum. Við viljum vekja athygli á það óréttlæti og þær hindranir sem fólk verður fyrir í íþróttum. Við munum styðja við þær aðgerðir og lausnir sem hafa verið settar í gang til að gera kerfið sanngjarnara fyrir alla. Við vonumst til þess að úr þessu verði samfélag fólks sem vill sjá breytingar og er tilbúið að taka þátt í þessu með okkur.

Vertu með!

Ef þú hefur áhuga á að styðja okkur og styðja annað íþróttafólk í að koma jafnrétti, réttlæti og virðingu í íþróttaheiminn þá ert þú á réttum stað. Endilega fylgist með, deilið og verið með í okkar samfélagi. 

"There are always new, grander challenges to confront, and a true winner will embrace each one."

Mia Hamm