Staðalmyndir í íþróttum

Kynja- og kynþáttatengdar staðalmyndir eru enn hluti af íþróttaheiminum og hafa áhrif á það hvernig fólk upplifir og metur íþróttir. Þær sjást bæði hjá áhorfendum og í því hvernig íþróttum er kennt, þjálfað og mati á frammistöðu. Rannsóknir sýna að hugmyndir um hvaða íþróttagreinar henti konum eða körlum hafa áhrif á það hvernig íþróttafólk er metið, hvort sem fjallað er um styrk, tækni eða skapgerð (Liu et al., 2023). Slíkar hugmyndir endurspeglast í samskiptum fagfólks, þar sem íþróttakennarar koma oft ómeðvitað fram við stráka og stelpur á ólíkan hátt og skapa þannig mismunandi tækifæri til þátttöku og þroska (Pautu et al., 2025).

Staðalmyndir hafa þó ekki eingöngu áhrif á framkomu annarra heldur geta þær orðið að sálrænu álagi fyrir íþróttafólk sjálft. Konur í karlalegum íþróttum lýsa oft vaxandi efasemdum og kvíða vegna væntinga annarra, sem dregur úr einbeitingu og sjálfstrausti og hefur bein áhrif á frammistöðu þeirra (Greblo Jurakić et al., 2021). Þar geta  staðalmyndir haft áhrif á frammistöðu íþróttafólks áður en það fer út á völlinn, eins og það sé að keppa við aukinn andstæðing sem enginn sér.

Kynþáttur og þjóðerni spila einnig stórt hlutverk. Fjölmiðlar hafa lengi viðhaldið hugmyndum um hvað sé dæmigert fyrir íþróttafólk frá ólíkum bakgrunni. Lýsingar í sjónvörpum um fótbolta sýna oft að sumum hópum leikmanna er lýst út frá líkamlegum eiginleikum eins og hraða og krafti, á meðan aðrir hópar eru frekar tengdir aga, greind og taktískri innsýn (van Lienden, 2023). Slíkar lýsingar virðast saklausar en geta fest rótgrónar hugmyndir í sessi sem móta mat á hæfni og möguleikum.

Í sumum lýsingum hefur jafnvel heyrst að leikmenn af dökkum hörundi séu „bara styrkur og hraði, en lítið annað,“ á meðan leikmenn af ljósara hörundi séu sagðir „vita hvernig á að hugsa leikinn“ eða „hafa heilann á réttum stað.“ Svona orðræða endurtekur rótgrónar og mjög klisjukenndar hugmyndir sem draga úr hæfni eins hóps og lyfta öðrum upp án nokkurs raunverulegs rökstuðnings.

Rannsóknir sýna að staðalmyndir er stór hluti íþróttaheimsins. Þær hafa áhrif á íþróttaval, sjálfstraust og mat á frammistöðu og móta þannig tækifæri og vegferð íþróttafólks.

Staðalmyndir um karllegar og kvenlegar íþróttir virka eins og síur í huga fólks

Rannsóknir sýna að áhorfendur og dómarar meta íþróttafólk á ólíkan hátt eftir því hvort íþróttin passar inn í væntingar um kyn og hlutverk.
Fólk tengir karla frekar við styrk og aga en konur við fegurð og liðleika. Þetta litar jafnvel mat á frammistöðu þar sem tveir leikmenn geta fengið ólíka dóma þótt frammistaðan sé sú sama

(Liu et al., 2023)

Íþróttakennarar eru ekki hlutlausir því kyn tengdar hugmyndir hafa áhrif á mat þeirra á nemendum

Í sumum skólum eru strákar taldir sjálfsagðir í boltaíþróttum en stelpur metnar sem duglegar og samviskusamar.
Þessi mismunur getur haft áhrif á stuðning og möguleika nemenda til að prófa og þroska nýja færni.

Þetta getur mótað trú barna á eigin getu langt fram á unglingsár.

(Pautu et al., 2025)

Margar íþróttakonur sjá ekki lengur hversu djúpt fordómar eru rótgrónir

Sumar konur í króatísku króatísk rannsókninni sögðu að þær hefðu alist upp við athugasemdir sem drógu úr virðingu fyrir íþróttum kvenna.
Þær töluðu um að þær hefðu þurft að endurmeta eigin viðhorf til að átta sig á því að þetta voru ekki staðreyndir heldur samfélagslegar hugmyndir.

Fordómar verða ósýnilegir þegar fólk heyrir þá frá barnæsku.

(Greblo Jurakić og Ljubičić, 2021)

Greblo Jurakić, Z., & Ljubičić, V. (2021). Women’s sport is not a real sport: Negative stereotypes about sportswomen and the experience of gender inequality in handball in Croatia. Croatian Sociological Review, 51(1), 81–102. https://doi.org/10.5613/rzs.51.1.3

Liu, Z., Shentu, M., Xue, Y., Yin, Y., Wang, Z., Tang, L., Zhang, Y., & Zheng, W. (2023). Sport–gender stereotypes and their impact on impression evaluations. Humanities and Social Sciences Communications, 10, 614. https://doi.org/10.1057/s41599-023-02132-9

Pautu, A., Petracovschi, S., & Domokos, M. (2025). The impact of gender stereotypes on physical education lessons: A pilot study regarding the qualitative analysis of teachers’ perceptions. Frontiers in Psychology, 16. https://doi.org/10.3389/fpsyg.2025.1575686

van Lienden, A., & van Sterkenburg, J. (2023). Representations of race/ethnicity and the nation: A content analysis of televised football commentary. International Review for the Sociology of Sport, 58(1), 3–22. https://doi.org/10.1177/10126902221085862

Create Your Own Website With Webador