Launamismunun

Það er ótrúlegt að árið 2025 skuli íþróttakonur enn þurfa að berjast fyrir launum sem endurspegla raunverulegt verðmæti þeirra. En eins og Morgan (2021) sýnir í grein sinni Working Twice as Hard for Less Than Half as Much, er vandinn ekki hæfileikar kvenna heldur kerfi sem hefur frá upphafi verið hannað utan um karla íþróttir. Greinin bendir til að kvenna íþróttir hafi í áratugi fengið minni fjárfestingu, minni athygli og færri tækifæri til að vaxa, sem skýrir hvers vegna launamunurinn helst svona þrálátur (Morgan, 2021).

Greinin dregur einnig fram að margar íþróttakonur þurfa að taka aukavinnu til að geta stundað sportið sitt, á meðan karlmenn í sömu stöðu geta einbeitt sér á fullu í íþróttinni. Þetta skapar kerfi þar sem konur þurfa í raun að vinna „tvisvar sinnum meira fyrir minna en helminginn" (Morgan, 2021).

Morgan íhugar hvaða áhrif það hefði ef kvenna íþróttir myndu fá sömu fjárfestingar og karla íþróttir og telur að breytingin gæti umbreytt bæði launum og skilningi okkar á jafnrétti og virðingu innan íþróttaheimsins (Morgan, 2021).

Algeng rök um að „karlar skapi meiri tekjur“ standast ekki skoðun

Karla íþróttir skapar meiri tekjur vegna þess að það hefur fengið forgang í fjárfestingu og markaðssetningu í langan tíma. Það er því ekki hlutlaus staðreynd heldur söguleg afleiðing.

(Morgan, 2021)

Ójafn stuðningur frá félögum og samböndum viðheldur launamuninum

Kvennaliðið fær að jafnaði minni fjárhagsáætlanir, verri aðstöðu og styttri samninga en karlaliðið. Þetta hefur bein áhrif á tekjur, frammistöðumöguleika og sýnileika kvenna innan íþróttaheimsins.

(Winslow, 2021)

Kveníþróttir vaxa hratt þegar þær fá sömu umgjörð og karlaíþróttir

Þar sem fjárfesting, útsendingar og markaðssetning eru sambærileg milli kynja, eykst áhorf og tekjur kvenna hratt. Vandinn liggur ekki í skorti á áhuga, heldur í skorti á jöfnum tækifærum.

(Morgan og Winslow, 2021)

Morgan, S. (2021). Working twice as hard for less than half as much: A sociolegal critique of the gendered justifications perpetuating unequal pay in sports. The Columbia Journal of Law & the Arts, 45(1). https://doi.org/10.52214/jla.v45i1.8956

Winslow, E. (2021). Gender pay inequality in professional sports: How policy shapes a consistent divide (Honors thesis). Duke University. https://hdl.handle.net/10161/22375